nonhaed_white-8

Nútímaleg heimili í alfaraleið

Í hjarta höfuðborgarsvæðisins, á Nónhæð í Kópavogi, rísa nú vönduð íbúðarhús sem telja munu 140 íbúðir. Svæðið er á mörkum Kópavogs og Garðabæjar, steinsnar frá tveimur stofnbrautum, og býður upp á stórfenglegt útsýni í allar áttir yfir höfuðborgarsvæðið og helstu fjöllin í nágrenninu.

Byggðin er jafnframt í námunda við vistvæna kosti í almenningssamgöngum, öll verslun og þjónusta er í göngufæri, auk þess sem græn útivistar- og leiksvæða standa við byggingarnar og eru í næsta nágrenni. Nýja byggðin á Nónhæð mun falla vel að rótgróinni byggð í nánasta umhverfi.

Fáguð hönnun, gæði og útsýni

Húsin verða þrjú talsins og boðið er upp á fjölbreyttar íbúðargerðir. Þau eru hönnuð af fagmennsku, með nútímalegu og fáguðu yfirbragði. Efnisval og frágangur bygginga og umhverfis tryggir gæði og endingu. Húsin eru með lyftum og er sameign björt og vönduð.

Sérafnotareitir íbúða á jarðhæð eru hannaðir til samræmis við heildaryfirbragð húsanna. Byggðin stendur á hæð og er sýnileg víða að. Í hönnuninni er lýsing notuð á nýstárlegan máta sem gefur byggingunum létta og skemmtilega ásýnd í hverfinu og borgarmyndinni allri.

ibudir_2

Birta og vellíðan

Mikil áhersla hefur verið lögð á að allar íbúðirnar séu hannaðar með vellíðan íbúa að leiðarljósi. Allt kapp er lagt á að til verði bjartar íbúðir með útsýni í að minnsta kosti tvær áttir. Innra skipulag er hagkvæmt og bíður íbúum uppá fjölbreytilega möguleika til sníða rýmið að eigin þörfum. Allur frágangur innanhúss, innréttingar og tæki eru vönduð og mun kaupendum gefinn kostur á að sérsníða efnisval á gólfum og innréttingum.

Íbúðir 0X-01

Íbúðir 0X-06
Íbúðir 0X-10
logo_white-8

Allt myndefni birt með fyrirvara - bygginganefndateikningar gilda.
Hæðir og útlit húsa kunna að breytast.