
Nónhæð ehf er lóðarhafi nýju húsanna þriggja sem nú rísa á Nónhæð. Félagið er í eigu Kristjáns Snorrasonar húsasmíðameistara sem hefur síðan árið 1991 starfað undir nafni KS verktakar ehf.
Fyrirtækið leggur áherslu á traustar lausnir og vandaðan frágang. Kristján hefur afar mikla reynlu í byggingargeiranum og komið að fjölmörgum byggingarverkefnum fyrir hið opinbera, einkaaðila sem og á eigin vegum. Kristján hefur ávallt kappkostað að tryggja fagmennsku og gæði sem og gott samstarf við bæði nágranna, yfirvöld og væntanlega kaupendur íbúða.

