
Nýjasta gróna hverfi Kópavogs rís hratt

Verið er að einangra húsið að utan.

Búið er að glerja húsið að mestu og er vinna að innan í fullum gangi.
Það styttist í að “nýjasta gróna hverfi Kópavogs” verði fullklárað. Vinnu við fyrsta húsið af þremur er við það að ljúka á Nónhæðinni í Kópavogi og stendur hönnunarvinna vegna húsa tvö og þrjú nú yfir að fullum þunga. Eins og fram hefur komið er Nónhæð gróið og fallegt hverfi á einum besta stað á höfuðborgarsvæðinu, á mörkum Kópavogs og Garðabæjar. Þessi nýja íbúðabyggð er því einstaklega vel staðsett og stutt er í fjölbreytta þjónustu, afþreyingu og útivist.
Smáralind, ein helsta verslunarmiðstöð landsins er örstutt frá Nónhæð en þar má finna verslanir, þjónustu og afþreyingu við allra hæfi. Frá Nónhæð er mjög gott aðgengi að skólum, leikskólum, íþróttaaðstöðu og heilsugæslu sem og öðru sem fólk vill hafa nærri heimili sínu. Frá Nónhæðinni liggja einnig hjóla- og göngustígar til allra helstu útivistarsvæða, hvort heldur er í Kópavogsdalinn eða Heiðmörkina.
Samgöngur til og frá Nónhæðinni eru afbragðsgóðar enda liggur byggðin nærri bæði Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Það er því stutt í allar áttir frá Nónhæð.
Íbúar á Nónhæðinni geta notið eins besta útsýnis sem völ er á í íbúðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu. Þaðan er einstakt útsýni yfir Bessastaði, Álftanes og Arnarnes til vesturs. Til suðurs er frábært útsýni yfir Garðabæ og fjöllin á Reykjanesi. Vífilfell og Bláfjöll blasa við í allri sinni fegurð til austurs og til norðurs skartar Esjan sínu fegursta með Móskarðshnjúka sér til fulltingis.