IMG_6408

Framkvæmdir á fullu spani

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi á Nónhæð þar sem verið er að reisa þrjú falleg og vönduð fjölbýlishús með samtals 140 íbúðum. Fyrstu íbúðirnar í þessari nýju byggð verða afhentar kaupendum nú á næstu misserum. Fjölbýlishúsin eru tveggja til fimm hæða og er vandað mjög til verka við byggingu þeirra. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum hefur fyrsta húsinu verið lokað og er nú keppst að því að vinna við húsið að innan jafnt sem utan.

Búið er að glerja húsið og er vinnan í fullum gangi að innan.

Hönnun íbúða húsanna er fjölbreytt til að koma til móts við mismunandi stærð fjölskyldna en í boði eru allt frá tveggja til fimm herbergja íbúðir. Mikil áhersla hefur verið lögð á að allar íbúðirnar séu fallega hannaðar á nútímalegan hátt og með vellíðan íbúa að leiðarljósi.

Íbúðirnar eru bjartar og með útsýni í a.m.k. tvær áttir. Innra skipulag er hagkvæmt og býður íbúum upp á fjölbreytilega möguleika til að sníða rýmið að eigin þörfum. Allur frágangur innanhúss er afar vandaður og mun kaupendum gefinn kostur á að sérsníða efnisval á gólfum og innréttingum. Allar innréttingar og tæki er sérvalið af innanhúsarkitekt til að mynda eina stílhreina heild og öll tæki og tæknibúnaður er fyrsta flokks.

Öll húsin eru með lyftum og er sameign björt og vönduð í alla staði. Í hönnuninni er lýsing notuð á nýstárlegan máta sem gefur byggingunum létta og skemmtilega ásýnd í hverfinu og borgarmyndinni allri. Undir húsinu er kjallari fyrir tæknirými, geymslur íbúða, hjól og vagna. Bílastæði fyrir allar íbúðir verða við húsin og í bílakjöllurum.

logo_white-8

Allt myndefni birt með fyrirvara - bygginganefndateikningar gilda.
Hæðir og útlit húsa kunna að breytast.