nonhaed_white-8

Innréttingar og tæki

Innréttingar og tæki koma frá Ormson

Innréttingar eru frá HTH og tæki frá AEG

Kaupendum stendur til boða val á útliti á innréttingum og uppfærslu á tækjum.

Allar breytingar eru gerðar í samráði við tengilið hjá Ormsson og greiða kaupendur sérstaklega fyrir viðbætur.

Íbúðirnar eru glæsilega hannaðar, með öll helstu nútímaþægindi í huga.
Eldhús er með eyju og opið er inn í rúmgóða og bjarta stofu þar sem er útgengt á svalir eða verandir.

Svefnherbergi eru rúmgóð. Vandaðir fataskápar frá HTH eru í forstofum og svefnherbergjum.

Íbúðir eru afhentar án gólfefna, nema gólf í baðherbergi og þvottahúsi sem verða flísalögð. Flísar eru frá Álfaborg. Innréttingar í eldhús koma frá Ormsson og íbúðum fylgja vönduð eldhústæki af gerðinni AEG. Íbúðum er skilað með span helluborði, blástursofni með burstaðri stáláferð, eyjuháfi, innbyggðum kæliskáp með frysti og innbyggðri uppþvottavél.

Baðherbergisinnréttingar koma frá Ormsson. Handlaug eða handlaugarskál ásamt hitastýrðu blöndunartæki verður í innréttingu eftir því sem við á. Á baðherbergi er handklæðaofn, upphengt og innbyggt salerni með hæglokandi setu ásamt flísalögðum sturtubotni með sturtuhlið úr gleri. Blöndunartæki eru í sturtu.

Í þvottahúsi er gólf flísalagt og innréttingar frá HTH fyrir þvottavél og þurrkara.

Rafmagns- og sjónvarpslögn fylgir frágengin með einum mynddyrasíma í hverri íbúð.
Ljósleiðari er í öllum húsunum þremur. Innfelld lýsing er í alrými (stofu og eldhúsi) sem er með dimmerum.

logo_white-8

Allt myndefni birt með fyrirvara - bygginganefndateikningar gilda.
Hæðir og útlit húsa kunna að breytast.