Sýningaríbúðin er í Nónsmára 11, íbúð merkt 107. Íbúðin er 3ja herbergja og er 110,1 fm m/geymslu.
Nánari lýsing: anddyri með fataskáp. Stofa og eldhús eru samliggjandi með útgang út á verönd sem snúa til suðurs. Í eldhúsi fylgir uppþvottavél og ísskápur frá AEG. Í stofu er útbyggður gluggi með setbekk. Hjónaherbergi er rúmgott með fataskáp. Gott svefnherbergi með fataskáp.
Flísalagt baðherbergi er með innréttingu og sturtu, inn af baðherbergi er sér þvottahús íbúðarinnar. Allar innréttingar eru frá HTH og tæki í eldhúsi eru frá AEG.