nonhaed_bw-8

Um arkitektana

Húsin á Nónhæð eru fyrstu fjölbýlishús sem hönnuð eru hjá Basalt arkitektum. Þau skera sig úr flóru nýlegra fjölbýlishúsa. Efnis- og litaval er einfalt en fjölbreytileiki í ásýnd verður til með fjölda horna og dýpt sem teiknast upp í skuggaspili svala og útbyggðra glugga. Gæði birtu og útsýnis voru höfðu að leiðarljósi við hönnun íbúða. Samverurými íbúða teygja sig gegnum húsið og ljá því léttleika og gegnsæi. Hornin á húsinu opna á enn betra útsýni. Í öllum íbúðum er stór útbyggður gluggi þar sem íbúar geta setið og notið óhindraðs útsýnis út á haf og fjallahring höfuðborgarsvæðisins. Skipulag íbúða er einfalt og hagkvæmt en stærðirnar eru fjölbreyttar. Þannig verður til fjölbreytt samsetning íbúa sem endurspeglast í lífinu í stigaganginum.

Basalt arkitektar hafa hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir verk sín, m.a. Hönnunarverðlaun Íslands 2018, Red Dot Best of the Best 2019, Menningarverðlaun DV, Architecture Masterprize 2019, Byggingarlistarverðlaun Íslands auk annarra tilnefninga, m.a. 5 sinnum til Mies van der Rohe Evrópusambandsverðlaunanna í nútíma byggingarlist.

Meðal verka Basalt arkitekta má nefna, alla áfanga Bláa Lónsins; nú síðast Retreat, Skógarböðin á Akureyri, Geosea á Húsavík, Sundlaugina á Hofsósi, Vök við Egilstaði, Guðlaugu á Akranesi, Lava Centre á Hvolsvelli auk fjölda annarra bygginga, stórra og smárra um land allt.

basalt

Basalt arkitektar hönnuðu húsin við Nónhæð

Við fórum í heimsókn til þeirra og ræddum við Hrólf Cela um hönnunina og hvernig hún varð til.

logo_white-8

Allt myndefni birt með fyrirvara - bygginganefndateikningar gilda.
Hæðir og útlit húsa kunna að breytast.