Verslanir, kaffihús og bíóferðir…
…eða skella sér í göngutúr úti í guðs grænni náttúrunni?
Þegar mann langar til þess að losna aðeins undan ys og þys borgarinnar, er stutt út í náttúruna frá Nónhæð. Bæði Kópavogsdalurinn, Kópavogurinn sjálfur og Heiðmörk eru öll í stuttri göngufjarlægð frá Nónhæð.
Þeir sem það kjósa, geta notið frábærra tenginga við göngu- og hjólastíga, sem ná til flestra hverfa höfuðborgarsvæðisins.
Áhugamenn um íþróttir fá líka nóg við sitt hæfi á Nónhæðinni, enda stutt í frábæra íþróttaraðstöðu í Kópavogsdal og svo auðvitað Golfklúbb Garðabæjar við Vífilsstaði.
Staðsetning Nónhæðar býður upp á fágætt jafnvægi á milli þess að búa í grennd við róleg útivistarsvæði og óspillta náttúru, og svo hraðans í borgarlífinu. Þegar mikið gengur á og fólk þarf aðeins að kúpla sig út, þá er einfalt að fara í stuttan göngutúr í einstaklega fallegu umhverfi.
Það má ekki gleyma litla fólkinu!
Það er gott að búa á Nónhæð
Rétt eins og slagorðið segir, þá er gott að búa í Kópavogi. Og það er mjög gott að búa á Nónhæð!
Staðsetning Nónhæðar er frábær fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Þú munt geta upplifað borgarlífið í sinni bestu mynd með beinni tengingu við náttúruna.
Allt sem þú og fjölskyldan þín þarfnast er innan handar. Það er stutt í allar áttir, afþreyingu, þjónustu, verslanir, skóla og íþróttamannvirki - þetta er allt rétt innan handar.
Vertu með okkur og taktu þátt í að búa þér og þínum gott líf í hagkvæmu og nútímalegu húsnæði á einum besta stað höfuðborgarsvæðisins.