nonhaed_bw-8

Teymið

Að framkvæmdum á Nónhæð kemur samhentur hópur með mikla reynslu og þekkingu á byggingaframkvæmdum. Notast er við PROCOR gæðakerfið sem er rafrænt kerfi sem tekur á öllum því sem kemur að framkvæmdum og tryggir örugg og fumlaus vinnubrögð, allir að vinna saman með réttu gögnin.

Nónhæð ehf er lóðarhafi nýju húsanna þriggja sem nú rísa á Nónhæð. Félagið er í eigu Kristjáns Snorrasonar húsasmíðameistara sem hefur síðan árið 1991 starfað undir nafni KS verktakar ehf.

Fyrirtækið leggur áherslu á traustar lausnir og vandaðan frágang. Kristján hefur afar mikla reynlu í byggingargeiranum og komið að fjölmörgum byggingarverkefnum fyrir hið opinbera, einkaaðila sem og á eigin vegum. Kristján hefur ávallt kappkostað að tryggja fagmennsku og gæði sem og gott samstarf við bæði nágranna, yfirvöld og væntanlega kaupendur íbúða.

kristjan

Kristján Snorrason - byggingaraðili

Nám:

Kristján Snorrason er húsasmíðameistari með próf úr meistaraskóla Iðnskólans í Reykjavík árið 1983 og hóf þá þegar ad starfa við stjórnun.
Lauk námi í Matsfræði við endurmenntun Háskóla Íslands 2015.

Starfsferill

Kristján starfaði hjá Steintaki í tæp tíu ár og stjórnaði hann fjölda verka sem aðalstjórnandi með verkstjóra sér við hlið og verða hér talin upp þau stærstu og vandasömustu.

 • Bygging Seðlabanka Íslands 1984 þar sem Steintak var aðalverktaki.
 • Uppsteypa á steypuskála í Straumsvík. Um er að ræða viðbyggingu við eldri skála ca. 1000 m2 og aðstæður mjög erfiðar vegna sjávarfalla.
 • Bygging bílastæðahúss vid Bergstaðarstræti fyrir Reykjavíkurborg en það er fyrsta mannvirki hér á landi med plasthúðuðum eftirspennuköplum. Stærð ca. 3000 m2.
 • Bygging fyrir Ingvar Helgason að Sævarhöfða 2 sem byggt var á mjög skömmum tíma og er eitt af stærstu timburhúsum á Íslandi. Stærð ca. 3600 m2.
 • Skólabyggingar fyrir Reykjavíkurborg í Selási og Grandaskóla en hvor bygging er ca 800 m2, byggt á mjög skömmum tíma árið 1986. Um var að ræða alútboð.

Kristján hafði umsjón með eftirtöldum framkvæmdum sem Steintak byggði í eigin reikning.

 • Suðurlandsbraut 4 – verslunar- og skrifstofuhús, sex hæða.
 • Bíldshöfði 12 fjögurra hæða ásamt bakhúsi.
 • Bíldshöfði 16 sem er fjögurra hæða ásamt bakhúsi.
 • Faxafen 12 sem er bygging á þremur hæðum.

Einnig átti Kristján verulegan þátt í undirbúningi vegna framkvæmda á Völundarlóð.
Á þeim tíma sem Kristján starfaði hjá Steintaki þá vann hann að gerð alútboða sem hér segir:

 • Selás- og Grandaskóla
 • Skóli á Artúnsholti
 • Leikskólar sem fengu 2-3 verðlaun
 • Hvaleyrarskóli - Heild III en byggt var eftir verðlaunatillögu frá Steintaki.

Þá stóðu KS verktakar í samvinnu við Arkís ad alútboði fyrir Byggingarfélag Námsmanna við Bólstaðarhlíð.
Eins og þessi upptalning ber með sér hefur Kristján gríðarlega reynslu og þekkingu á byggingaframkvæmdum sem skilar sér í góðu verki.

Jónas

Jónas Halldórsson – byggingastjóri, JT Verk.

M.Sc. Byggingarverkfræði. Áratuga reynsla af verkefnastjórnun stærri verkefna á Íslandi og Noregi. Löggiltur hönnuður fyrir Burðarvirki, Loftræstikerfi, Vatns- hita og fráveitukerfi. Með alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun (IPMA)

Þröstur

Þröstur Hlynsson
– verkstjóri, KS Verktakar

Þröstur er húsasmíðameistari og verkstjóri hjá Nónhæð ehf. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1999 sem nemi og kranamaður. Hann útskrifaðist með sveinspróf árið 2002 undir handleiðslu Kristjáns. Þröstur, ásamt eiginkonu og tveimur börnum, fór í víking til Noregs þar sem hann vann hjá fyrirtæki sem sérhæfði sig í uppsteypu.

Hann byrjaði þar sem hópstjóri og trúnaðarmaður en vann sig upp í að vera verkstjóri. Samhliða utanlandsvist, tók hann meistararéttindi í húsasmíði og fékk hann meistarabréf 2018. Eftir nokkur ár í Noregi snéri hann til baka árið 2019 til Nónhæðar og hefur séð um verkstjórn, klæðningu, frágang íbúða og skil á seldum íbúðum. Rík þjónustulund, vandvirkni og gott viðmót hefur einkennt störf Þrastar. Hann gætir þess að allar íbúðir séu unnar eftir settum gæðastaðli.

Vala_1

Vala Björnsdóttir – verkefnastjóri, JT Verk

B.s.c. Byggingarverkfræði með áralanga reynslu úr verkefnastjórnun, innkaupum ofl.

logo_white-8

Allt myndefni birt með fyrirvara - bygginganefndateikningar gilda.
Hæðir og útlit húsa kunna að breytast.