nonhaed_bw-8

Teymið

Að framkvæmdum á Nónhæð kemur samhentur hópur með mikla reynslu og þekkingu á byggingaframkvæmdum. Notast er við PROCOR gæðakerfið sem er rafrænt kerfi sem tekur á öllum því sem kemur að framkvæmdum og tryggir örugg og fumlaus vinnubrögð, allir að vinna saman með réttu gögnin.

Nónhæð ehf er lóðarhafi nýju húsanna þriggja sem nú rísa á Nónhæð. Félagið er í eigu Kristjáns Snorrasonar húsasmíðameistara sem hefur síðan árið 1991 starfað undir nafni KS verktakar ehf.

Fyrirtækið leggur áherslu á traustar lausnir og vandaðan frágang. Kristján hefur afar mikla reynlu í byggingargeiranum og komið að fjölmörgum byggingarverkefnum fyrir hið opinbera, einkaaðila sem og á eigin vegum. Kristján hefur ávallt kappkostað að tryggja fagmennsku og gæði sem og gott samstarf við bæði nágranna, yfirvöld og væntanlega kaupendur íbúða.

kristjan

Kristján Snorrason eigandi Nónhæðar ehf.

Kristján Snorrason er húsasmíðameistari og nam matsfræði í HÍ árið 2015.

Kristján Snorrason hefur áratuga reynslu af stórum og flóknum byggingaframkvæmdum, sem hann hefur haft umsjón með eða séð um og fjármagnað sjálfur.

K.S. verktakar, sem er alfarið í eigu Kristjáns Snorrasonar hefur reist fjöldann allan af byggingum á höfuðborgarsvæðinu.

Hér að neðan er gerð grein fyrir helstu verkefnum sem hann hefur haft með að gera á undanförnum áratugum.

Kristján hefur komið að mörgum byggingaverkefnum á löngum ferli sínum, í fyrstu hjá verktakafyrirtækinu Steintak en meðal verkefna er: Seðlabanka Íslands, Ráðhús Reykjavíkur, bygging steypuskála í Straumsvík, bygging bílastæðahúss við Bergstaðastræti, skólabyggingar fyrir Reykjavíkurborg m.a. í Selás og Grandaskóla, Innrétta VR 3 stórhýsi Suðurlandsbraut 4 . Bíldshöfða og Faxafen. Sævarhöfði 2 byggingu fyrir Ingvar Helgason, bílaumboð , sem var stærsta timburbygging á Íslandi og var húsið reist á mjög skömmum tíma.

K.S. verktakar reisti alls 430 námsmannaíbúðir fyrir Félagsstofnun stúdenta við Eggertsgötu í Reykjavík. Auk þess reisti K.S. verktakar 39 íbúðir fyrir aldraða í Mosfellsbæ, Hlaðhamra Mosfellsbæ og VR3 byggingar fyrir Háskóla Íslands .

Auk þess kom Kristján að mörgum verkefnum m.a. endurbyggingu á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði fyrir Þjóðminjasafn Íslands.

Kristján hefur m.a. byggt fjölmörg hús og atvinnuhúsnæði þar með talin raðhús við Blikahjalla og Haukalind, fjölbýlishús við Sólarsali, Ásakór, Kópavogstún og atvinnuhúsnæði við Akralind 4 Askalind 3, Askalind 2 a í Kópavogi og Kristnibraut í Reykjavík

Í Reykjavík endurbyggði Kristján Skógarhlið í Reykjavík, gistiheimili og umferðarmiðstöð þar sem hefur verið blómlegur og lifandi rekstur síðan.

Kristján Snorrason og Nónhæð ehf., er einn eigandi að Nónhæð ehf., sem er ca. 3ja hektara byggingarland og hafa verið deiliskipulögð þrjú fjölbýlishús á lóðinni. Fyrsta húsið, Arnarsmári 36-40 er þegar fullbyggt og hefur verið afhent kaupendum. Hús nr. 2 þ.e. Nónsmári 9-15 er í byggingu, en síðasta húsið er áformað að hefja byggingu á á árinu 2023.

Jónas

Jónas Halldórsson – byggingastjóri, JT Verk.

M.Sc. Byggingarverkfræði. Áratuga reynsla af verkefnastjórnun stærri verkefna á Íslandi og Noregi. Löggiltur hönnuður fyrir Burðarvirki, Loftræstikerfi, Vatns- hita og fráveitukerfi. Með alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun (IPMA)

Þröstur

Þröstur Hlynsson
– verkstjóri, KS Verktakar

Þröstur er húsasmíðameistari og verkstjóri hjá Nónhæð ehf. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1999 sem nemi og kranamaður. Hann útskrifaðist með sveinspróf árið 2002 undir handleiðslu Kristjáns. Þröstur, ásamt eiginkonu og tveimur börnum, fór í víking til Noregs þar sem hann vann hjá fyrirtæki sem sérhæfði sig í uppsteypu.

Hann byrjaði þar sem hópstjóri og trúnaðarmaður en vann sig upp í að vera verkstjóri. Samhliða utanlandsvist, tók hann meistararéttindi í húsasmíði og fékk hann meistarabréf 2018. Eftir nokkur ár í Noregi snéri hann til baka árið 2019 til Nónhæðar og hefur séð um verkstjórn, klæðningu, frágang íbúða og skil á seldum íbúðum. Rík þjónustulund, vandvirkni og gott viðmót hefur einkennt störf Þrastar. Hann gætir þess að allar íbúðir séu unnar eftir settum gæðastaðli.

Vala_1

Vala Björnsdóttir – verkefnastjóri, JT Verk

B.s.c. Byggingarverkfræði með áralanga reynslu úr verkefnastjórnun, innkaupum ofl.

logo_white-8

Allt myndefni birt með fyrirvara - bygginganefndateikningar gilda.
Hæðir og útlit húsa kunna að breytast.